Eins og alþjóð veit lauk fyrstu umræðu um frum­varp vinstri­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un skatta á sjáv­ar­út­veg á mánu­dag­inn. Loka­hnykk­ur umræðunn­ar, sem átti sér stað á laug­ar­dag­inn, varð með nokkr­um hrykkj­um, skrykkj­um og rúm­lega ráðlögðum dags­skammti af…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Eins og alþjóð veit lauk fyrstu umræðu um frum­varp vinstri­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un skatta á sjáv­ar­út­veg á mánu­dag­inn.

Loka­hnykk­ur umræðunn­ar, sem átti sér stað á laug­ar­dag­inn, varð með nokkr­um hrykkj­um, skrykkj­um og rúm­lega ráðlögðum dags­skammti af klaufagangi, þegar fundi var frestað í tvígang á meðan for­seti gerði til­raun til að smala stjórn­ar­liðum í hús til at­kvæðagreiðslu en veðrið reynd­ist of gott og áhugi stjórn­ar­liða of lít­ill til að láta sig hafa það að mæta til fund­ar.

Kannski eðli­lega þegar haft er í huga að fjár­málaráðherra sjálf­ur, sem gegndi ráðherra­dómi fyr­ir at­vinnu­vegaráðherra, lét ekki sjá sig, þrátt fyr­ir að vera í húsi.

Seg­ist nú hafa for­gangsraðað því að mæta á pepp­fund Viðreisn­ar í húsa­kynn­um Alþing­is í stað þess að mæta á þing­fund, sem for­seti hafði þó kallað eft­ir að hann gerði.

...

Höf­und­ur: Bergþór Ólason