
Eins og alþjóð veit lauk fyrstu umræðu um frumvarp vinstristjórnarinnar um hækkun skatta á sjávarútveg á mánudaginn.
Lokahnykkur umræðunnar, sem átti sér stað á laugardaginn, varð með nokkrum hrykkjum, skrykkjum og rúmlega ráðlögðum dagsskammti af klaufagangi, þegar fundi var frestað í tvígang á meðan forseti gerði tilraun til að smala stjórnarliðum í hús til atkvæðagreiðslu en veðrið reyndist of gott og áhugi stjórnarliða of lítill til að láta sig hafa það að mæta til fundar.
Kannski eðlilega þegar haft er í huga að fjármálaráðherra sjálfur, sem gegndi ráðherradómi fyrir atvinnuvegaráðherra, lét ekki sjá sig, þrátt fyrir að vera í húsi.
Segist nú hafa forgangsraðað því að mæta á peppfund Viðreisnar í húsakynnum Alþingis í stað þess að mæta á þingfund, sem forseti hafði þó kallað eftir að hann gerði.
...