
— Ljósmynd/Alex Nicodim
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann Serbíu, 3:1, í vináttulandsleik þjóðanna í Stara Pazova í Serbíu í gærkvöldi. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í Sviss á leik Íslands og Finnlands eftir fjóra daga. Íslenska liðið hafði ekki unnið í rúmt ár og því kærkominn sigur en Ísland er ásamt Finnlandi með Noregi og Sviss í A-riðli mótsins. » 41