
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Íranar gætu hafið auðgun úrans innan nokkurra mánaða, eftir því sem Rafael Grossi, yfirmaður Kjarnorkueftirlitsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, IAEA, lætur í veðri vaka.
Samræmast orð Grossis því sem fram kemur í skýrslu Greiningarstofnunar varnarmála sem starfrækt er innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins, en Grossi kveður loftárásir Bandaríkjamanna á Íran ekki hafa náð því takmarki sem þeim var ætlað, að gera kjarnorkuvopnaáætlanir Írana að engu.
Telur hann sem fyrr segir að stjórnin í Teheran geti hafist handa við auðgun úrans á næstu mánuðum og gengur sá spádómur hans í berhögg við þá fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að árásir Bandaríkjamanna hafi greitt Írönum svo þungt högg að áætlanir þeirra hafi hrokkið áratugi
...