
Þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu í gær langt fram á kvöld í von um að ná samkomulagi um þinglok.
Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar sagði á ellefta tímanum í gærkvöldi að formennirnir hefðu rætt saman í allan gærdag. „Við þingflokksformennirnir höfum verið að tala saman í dag og kasta hlutum á milli okkar,“ sagði Sigmar.
Hann sagði formennina hafa lagt mikla vinnu á sig um helgina til að ná samkomulagi um þinglokin. Spurður hvort slíkt samkomulag gæti komist í höfn fyrir nóttina útilokaði Sigmar það ekki. „Það er alveg möguleiki en það er langt því frá öruggt.“
Fundurinn stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum.
Að óbreyttu hefst þingfundur klukkan
...