Fundað Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar.
Fundað Sig­mar Guðmunds­son þing­flokks­formaður Viðreisn­ar.

Þing­flokks­for­menn stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi funduðu í gær langt fram á kvöld í von um að ná sam­komu­lagi um þinglok.

Sig­mar Guðmunds­son þing­flokks­formaður Viðreisn­ar sagði á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi að for­menn­irn­ir hefðu rætt sam­an í all­an gær­dag. „Við þing­flokks­for­menn­irn­ir höf­um verið að tala sam­an í dag og kasta hlut­um á milli okk­ar,“ sagði Sig­mar.

Hann sagði for­menn­ina hafa lagt mikla vinnu á sig um helg­ina til að ná sam­komu­lagi um þing­lok­in. Spurður hvort slíkt sam­komu­lag gæti kom­ist í höfn fyr­ir nótt­ina úti­lokaði Sig­mar það ekki. „Það er al­veg mögu­leiki en það er langt því frá ör­uggt.“

Fund­ur­inn stóð enn yfir þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un á tólfta tím­an­um.

Að óbreyttu hefst þing­fund­ur klukk­an

...