
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, íhugar stöðu sína í flokknum í kjölfar hallarbyltingar í maí. Hún segist eftir sem áður aðhyllast sósíalíska hugmyndafræði en skilur ekki á hvaða vegferð ný forysta er sem hún segir vega að fólki að ósekju.
„Ég viðurkenni að þessi staða er erfið og ég er að melta stöðu mína í flokknum,“ segir Sanna.
Ný forysta sem tók völd í flokknum eftir hallarbyltingu hefur gagnrýnt harðlega fjármál flokksins og forgangsröðun þeirra í tíð fyrri stjórnar.
Um helmingur framlaga frá ríkinu hefur runnið til Vorstjörnunnar en um helmingur til Samstöðvarinnar samkvæmt samþykkt á aðalfundi flokksins árið 2021. Ný stjórn hefur farið í saumana á fjármálum flokksins og í kjölfar hans hafa þrír úr starfi flokksins verið kærðir til lögreglu.
...