Sanna Magdalena Mörtudóttir
Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista, íhug­ar stöðu sína í flokkn­um í kjöl­far hall­ar­bylt­ing­ar í maí. Hún seg­ist eft­ir sem áður aðhyll­ast sósíal­íska hug­mynda­fræði en skil­ur ekki á hvaða veg­ferð ný for­ysta er sem hún seg­ir vega að fólki að ósekju.

„Ég viður­kenni að þessi staða er erfið og ég er að melta stöðu mína í flokkn­um,“ seg­ir Sanna.

Ný for­ysta sem tók völd í flokkn­um eft­ir hall­ar­bylt­ingu hef­ur gagn­rýnt harðlega fjár­mál flokks­ins og for­gangs­röðun þeirra í tíð fyrri stjórn­ar.

Um helm­ing­ur fram­laga frá rík­inu hef­ur runnið til Vor­stjörn­unn­ar en um helm­ing­ur til Sam­stöðvar­inn­ar sam­kvæmt samþykkt á aðal­fundi flokks­ins árið 2021. Ný stjórn hef­ur farið í saum­ana á fjár­mál­um flokks­ins og í kjöl­far hans hafa þrír úr starfi flokks­ins verið kærðir til lög­reglu.

...