Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins segir lokun starfsstöðvar Brúarskóla á BUGL koma sér í opna skjöldu. „Við fengum af því veður við samþykkt fjárhagsáætlunar um áramót að skera ætti framlög til Brúarskóla [...]

Brúarskóli Starfsstöðvar skólans eru á nokkrum stöðum í borginni.
Diljá Valdimarsdóttir
dilja@mbl.is
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins segir lokun starfsstöðvar Brúarskóla á BUGL koma sér í opna skjöldu. „Við fengum af því veður við samþykkt fjárhagsáætlunar um áramót að skera ætti framlög til Brúarskóla [...]. Við fengum hins vegar engar frekari útlistanir á því hvað þessi niðurskurður myndi hafa í för með sér eða hvernig hann yrði útfærður.“
Brúarskóli er sérskóli í Reykjavík fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn, hegðunar- eða félagsleg vandamál. Skólinn er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum í borginni, en tilgangur hans er að veita tímabundið úrræði fyrir nemendur með það lokamarkmið að gera þá hæfa til að stunda nám í almennum
...