Móttakandi veiðigjaldanna, kostnaðarins og móttakandi skatta er sami aðilinn, ríkið.

Jóhann J. Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að hækka sérstakan skatt á útgerðarmenn, 100%.
Til réttlætingar nefnir frumvarpið þessa hækkun veiðigjöld og leiðréttingu á þeim. Gjöldin séu leiga fyrir afnot af nytjastofnum á Íslandsmiðum sem séu eign ríkisins.
Sérstakur rökstuðningur fyrir þessu sé það að veiðigjöldin séu frádráttarbær frá skatti eins og hver annar kostnaður. Gallinn er bara sá að móttakandi veiðigjaldanna, kostnaðarins og móttakandi skatta er sami aðilinn, ríkið.
Til að bæta upp skattafrádráttinn þarf að hækka veiðigjöldin til að ná tilætluðum tekjum af veiðigjöldunum.
Útgerðarmenn verða því að greiða skattafrádráttinn sjálfir.
...