Hagnaður verður kerf­is­bundið of­met­inn af fimm fisk­teg­und­um – síld, kol­munna, þorsk, ýsu og mak­ríl – við út­reikn­ing á veiðigjaldi, nái frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra til breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld fram að ganga
Reiknikúnstir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lent í vandræðum við reiknikúnstir sínar í tengslum við hærra veiðigjald.
Reiknik­únst­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hef­ur lent í vand­ræðum við reiknik­únst­ir sín­ar í tengsl­um við hærra veiðigjald. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Baksvið

Andrea Sig­urðardótt­ir

andrea@mbl.is

Hagnaður verður kerf­is­bundið of­met­inn af fimm fisk­teg­und­um – síld, kol­munna, þorsk, ýsu og mak­ríl – við út­reikn­ing á veiðigjaldi, nái frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra til breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld fram að ganga.

Fyr­ir vikið verður hlut­fall veiðigjalds, sem sam­kvæmt lög­um er 33%, mun hærra af raun­veru­legri af­komu teg­und­anna fimm.

Of­an­greint er af­leiðing af vand­ræðagangi ráðherr­ans við út­reikn­ing á veiðigjaldi byggðan á nýju og hærra verði á fisk­teg­und­un­um sem um ræðir við samn­ingu frum­varps­ins þar um, sem ráðherr­ann er sann­færður um að end­ur­spegli rétt verð teg­und­anna.

Eft­ir að frum­varps­drög­in höfðu verið lögð

...