Hagnaður verður kerfisbundið ofmetinn af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – við útreikning á veiðigjaldi, nái frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra til breytingar á lögum um veiðigjöld fram að ganga

Reiknikúnstir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lent í vandræðum við reiknikúnstir sínar í tengslum við hærra veiðigjald.
— Morgunblaðið/Karítas
Baksvið
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Hagnaður verður kerfisbundið ofmetinn af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – við útreikning á veiðigjaldi, nái frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra til breytingar á lögum um veiðigjöld fram að ganga.
Fyrir vikið verður hlutfall veiðigjalds, sem samkvæmt lögum er 33%, mun hærra af raunverulegri afkomu tegundanna fimm.
Ofangreint er afleiðing af vandræðagangi ráðherrans við útreikning á veiðigjaldi byggðan á nýju og hærra verði á fisktegundunum sem um ræðir við samningu frumvarpsins þar um, sem ráðherrann er sannfærður um að endurspegli rétt verð tegundanna.
Eftir að frumvarpsdrögin höfðu verið lögð
...