
<autotextwrap>
Verði frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samþykkt á Alþingi mun það hafa veruleg fjárhagsleg áhrif á Garðabæ og leiða til minnkunar á fjárframlögum til sveitarfélagsins um 218 milljónir. Við það mun bætast skerðing sem ráðgerð er í drögum að frumvarpinu vegna útsvarshlutfalls, en í tilviki Garðabæjar getur sú skerðing numið um 400 milljónum. Má því gera ráð fyrir að framlög til Garðabæjar skerðist um u.þ.b. 600 milljónir, sem nemur um 30 þúsund krónum á hvern íbúa.
Þetta segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, við Morgunblaðið.
Í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar er til þess vísað sem fram kemur í frumvarpinu, að líta megi svo á að með því að greiða framlög til sveitarfélaga sem ekki
...