Verði frum­varp innviðaráðherra um breyt­ingu á lög­um um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga samþykkt á Alþingi mun það hafa veru­leg fjár­hags­leg áhrif á Garðabæ og leiða til minnk­un­ar á fjár­fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins um 218 millj­ón­ir
Almar Guðmundsson
Alm­ar Guðmunds­son

<autotextwrap>

Verði frum­varp innviðaráðherra um breyt­ingu á lög­um um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga samþykkt á Alþingi mun það hafa veru­leg fjár­hags­leg áhrif á Garðabæ og leiða til minnk­un­ar á fjár­fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins um 218 millj­ón­ir. Við það mun bæt­ast skerðing sem ráðgerð er í drög­um að frum­varp­inu vegna út­svars­hlut­falls, en í til­viki Garðabæj­ar get­ur sú skerðing numið um 400 millj­ón­um. Má því gera ráð fyr­ir að fram­lög til Garðabæj­ar skerðist um u.þ.b. 600 millj­ón­ir, sem nem­ur um 30 þúsund krón­um á hvern íbúa.

Þetta seg­ir Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, við Morg­un­blaðið.

Í nefndaráliti meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar er til þess vísað sem fram kem­ur í frum­varp­inu, að líta megi svo á að með því að greiða fram­lög til sveit­ar­fé­laga sem ekki

...