
Carl Bildt
STOKKHÓLMUR | Verður sýn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að byggja skothelt eldflaugavarnarkerfi síðasti naglinn í líkkistu eftirlits með kjarnorkuvopnum? Draumur hans um nýja loftvarnarkerfið „gullhvelfinguna“ gæti hrundið af stað kostnaðarsömu og óstöðugu vígbúnaðarkapphlaupi sem yrði möguleg martröð á heimsvísu.
Að minnsta kosti myndi kerfið sem Trump leggur til marka hættulega stefnubreytingu. Á síðustu áratugum kalda stríðsins og rúman áratug þar á eftir leiddi verulegur samdráttur í kjarnorkuvopnabúrum stórveldanna til aukins stöðugleika. Á þessum tíma framfara í vígbúnaðareftirliti ríkti friður með fælingarmætti, sem byggðist á sameiginlegri viðurkenningu á gagnkvæmri tryggðri tortímingu. Þetta hugtak, sem á ensku kallast „mutual assured destruction“ og er við hæfi skammstafað í MAD, var formfest árið
...