Tví­hliða sam­skipti Banda­ríkj­anna og Rúss­lands á sviði kjarn­orku hafa alltaf verið viðkvæm. Þríhliða jafn­vægi þar sem Kína, með vax­andi vopna­búr, bæt­ist í hóp­inn væri enn flókn­ara.
Carl Bildt
Carl Bildt

Carl Bildt

STOKKHÓLMUR | Verður sýn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að byggja skot­helt eld­flauga­varn­ar­kerfi síðasti nagl­inn í lík­kistu eft­ir­lits með kjarn­orku­vopn­um? Draum­ur hans um nýja loft­varn­ar­kerfið „gull­hvelf­ing­una“ gæti hrundið af stað kostnaðar­sömu og óstöðugu víg­búnaðarkapp­hlaupi sem yrði mögu­leg mar­tröð á heimsvísu.

Að minnsta kosti myndi kerfið sem Trump legg­ur til marka hættu­lega stefnu­breyt­ingu. Á síðustu ára­tug­um kalda stríðsins og rúm­an ára­tug þar á eft­ir leiddi veru­leg­ur sam­drátt­ur í kjarn­orku­vopna­búr­um stór­veld­anna til auk­ins stöðug­leika. Á þess­um tíma fram­fara í víg­búnaðareft­ir­liti ríkti friður með fæl­ing­ar­mætti, sem byggðist á sam­eig­in­legri viður­kenn­ingu á gagn­kvæmri tryggðri tor­tím­ingu. Þetta hug­tak, sem á ensku kall­ast „mutual assured destructi­on“ og er við hæfi skammstafað í MAD, var form­fest árið

...