Skúli H. Skúla­son opnaði á dög­un­um vefsíðuna huts.is en með henni seg­ir hann að megi finna á ein­um stað fjöl­marga fjalla­skála víðs veg­ar um landið og jafn­framt verði þar hægt að bóka gist­ingu í þeim á ein­fald­an hátt
Fjallaskáli Strútur á Mælifellssandi var byggður haustið 2002.
Fjalla­skáli Strút­ur á Mæli­fellss­andi var byggður haustið 2002.

Kristján Jóns­son

kris@mbl.is

Skúli H. Skúla­son opnaði á dög­un­um vefsíðuna huts.is en með henni seg­ir hann að megi finna á ein­um stað fjöl­marga fjalla­skála víðs veg­ar um landið og jafn­framt verði þar hægt að bóka gist­ingu í þeim á ein­fald­an hátt.

„Ég var áður fram­kvæmda­stjóri hjá ferðafé­lag­inu Útivist. Þar kynnt­ist ég því að snúið gat verið að finna út hvernig maður bókaði hina og þessa skála en við notuðum auðvitað fjalla­skála heil­mikið. Við stung­um sam­an nefj­um, nokkr­ir sem erum van­ir að vera á fjöll­um, eft­ir að ég hætti hjá Útivist. Þá kom þessi hug­mynd um að safna þess­um upp­lýs­ing­um sam­an og gera fólki kleift að bóka marga skála á ein­um stað,“ seg­ir Skúli þegar Morg­un­blaðið spyr hann út í hug­mynd­ina.

Skúli er fram­kvæmda­stjóri hins

...