
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Skúli H. Skúlason opnaði á dögunum vefsíðuna huts.is en með henni segir hann að megi finna á einum stað fjölmarga fjallaskála víðs vegar um landið og jafnframt verði þar hægt að bóka gistingu í þeim á einfaldan hátt.
„Ég var áður framkvæmdastjóri hjá ferðafélaginu Útivist. Þar kynntist ég því að snúið gat verið að finna út hvernig maður bókaði hina og þessa skála en við notuðum auðvitað fjallaskála heilmikið. Við stungum saman nefjum, nokkrir sem erum vanir að vera á fjöllum, eftir að ég hætti hjá Útivist. Þá kom þessi hugmynd um að safna þessum upplýsingum saman og gera fólki kleift að bóka marga skála á einum stað,“ segir Skúli þegar Morgunblaðið spyr hann út í hugmyndina.
Skúli er framkvæmdastjóri hins
...