
— Morgunblaðið/Hákon
Gestir á Árbæjarsafni fengu að skyggnast í fortíðina í gær þegar þorpið á Árbæjarsafni vaknaði til lífsins. Víða um safnið mátti fylgjast með „þorpsbúum“ sinna fjölbreyttum störfum á gamla mátann, meðal annars verka saltfisk, prenta og þvo þvott. Veðrið var með fínasta móti, veitingar voru á boðstólum í Dillonshúsi og ilmur af kaffibaunum angaði um þorpið. Á meðan ómaði harmonikkuleikur um þorpið og virtist hljóðfæraleikarinn una sér vel eins og sjá má hér á myndinni.