— Morg­un­blaðið/​Há­kon

Gest­ir á Árbæj­arsafni fengu að skyggn­ast í fortíðina í gær þegar þorpið á Árbæj­arsafni vaknaði til lífs­ins. Víða um safnið mátti fylgj­ast með „þorps­bú­um“ sinna fjöl­breytt­um störf­um á gamla mát­ann, meðal ann­ars verka salt­fisk, prenta og þvo þvott. Veðrið var með fín­asta móti, veit­ing­ar voru á boðstól­um í Dillons­húsi og ilm­ur af kaffi­baun­um angaði um þorpið. Á meðan ómaði harmonikku­leik­ur um þorpið og virt­ist hljóðfæra­leik­ar­inn una sér vel eins og sjá má hér á mynd­inni.