Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði fer nú fram um þessar mundir í Egilsstaða- og Vallaneskirkju. Tveir tónleikar eru á dagskrá í þessari viku: Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja sönglög og aríur í Egilsstaðakirkju á fimmtudaginn kl

Tónleikaröðin Tónlistarstundir á Héraði fer nú fram um þessar mundir í Egilsstaða- og Vallaneskirkju. Tveir tónleikar eru á dagskrá í þessari viku: Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja sönglög og aríur í Egilsstaðakirkju á fimmtudaginn kl. 20 og kammerhópurinn Tríó Öræfi kemur fram í Vallaneskirkju á sunnudaginn kl. 20. Á sínum tónleikum frumflytur Tríó Öræfi verk Báru Sigurjónsdóttur „Leiðin að settu marki?“ Aðgangur er ókeypis.