„Rík­is­stjórn­in á að koma strax með bæj­ar­yf­ir­völd­um í Grinda­vík og hefja sprungu­viðgerðir í bæn­um og aðrar nauðsyn­leg­ar viðgerðir til þess að sýna það að hún standi með end­ur­reisn sam­fé­lags­ins í bæn­um
Grindavík Vilhjálmur Árnason alþingismaður krefst þess að ríkisstjórnin styðji við bæjaryfirvöld í Grindavík og viðgerðir í bænum hefjist strax.
Grinda­vík Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður krefst þess að rík­is­stjórn­in styðji við bæj­ar­yf­ir­völd í Grinda­vík og viðgerðir í bæn­um hefj­ist strax. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

„Rík­is­stjórn­in á að koma strax með bæj­ar­yf­ir­völd­um í Grinda­vík og hefja sprungu­viðgerðir í bæn­um og aðrar nauðsyn­leg­ar viðgerðir til þess að sýna það að hún standi með end­ur­reisn sam­fé­lags­ins í bæn­um. Rík­is­stjórn­in þarf líka að svara rekstr­araðilum í Grinda­vík strax um að þeim verði hjálpað til að kom­ast á lapp­irn­ar aft­ur, sem og að þeir verði gripn­ir ef til þess kem­ur að rýma þurfi bæ­inn í skamm­an tíma, þannig að þeir fái tæki­færi og sjálfs­traust til að fara af stað aft­ur, en endi ekki í gjaldþroti eins og nú stefn­ir í, vegna þess að rík­is­stjórn­in er ekki að gera neitt í mál­un­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sér­tæk úrræði af­num­in

Vil­hjálm­ur gagn­rýndi á Alþingi sl. föstu­dag

...