
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Ríkisstjórnin á að koma strax með bæjaryfirvöldum í Grindavík og hefja sprunguviðgerðir í bænum og aðrar nauðsynlegar viðgerðir til þess að sýna það að hún standi með endurreisn samfélagsins í bænum. Ríkisstjórnin þarf líka að svara rekstraraðilum í Grindavík strax um að þeim verði hjálpað til að komast á lappirnar aftur, sem og að þeir verði gripnir ef til þess kemur að rýma þurfi bæinn í skamman tíma, þannig að þeir fái tækifæri og sjálfstraust til að fara af stað aftur, en endi ekki í gjaldþroti eins og nú stefnir í, vegna þess að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í málunum,“ segir Vilhjálmur Árnason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.
Sértæk úrræði afnumin
Vilhjálmur gagnrýndi á Alþingi sl. föstudag
...