„Íslend­ing­ar, Íslend­ing­ar! Skund­um á Þing­völl og treyst­um vor heit,“ seg­ir Guðni Ágústs­son fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra í hvatn­ingu til lands­manna um að fjöl­menna og heiðra minn­ingu Stein­gríms Her­manns­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins
Framsóknarmenn Steingrímur og Guðni á flokksþingi Framsóknarflokksins árið 2007. Á fimmtudag verður Steingríms minnst við Valhöll á Þingvöllum.
Fram­sókn­ar­menn Stein­grím­ur og Guðni á flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2007. Á fimmtu­dag verður Stein­gríms minnst við Val­höll á Þing­völl­um. — Morg­un­blaðið/​Brynj­ar Gauti

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Íslend­ing­ar, Íslend­ing­ar! Skund­um á Þing­völl og treyst­um vor heit,“ seg­ir Guðni Ágústs­son fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra í hvatn­ingu til lands­manna um að fjöl­menna og heiðra minn­ingu Stein­gríms Her­manns­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Guðni mun stýra hátíðinni sem hefst á fimmtu­dag­inn kem­ur kl. 20.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins mun minn­ast stjórn­mála­manns­ins og Guðmund­ur Stein­gríms­son mun segja frá föður sín­um. Jó­hann­es Kristjáns­son skemmtikraft­ur mun flytja gam­an­mál og karla­kór­inn Fóst­bræður syng­ur.

Guðni seg­ir þetta verða Stein­gríms Her­manns­son­ar-hátíð sem fari fram á Val­hall­ar­reitn­um á Þing­völl­um, þar sem eru næg bíla­stæði. Hann seg­ir að fund­ur­inn hafi verið færður

...