
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Íslendingar, Íslendingar! Skundum á Þingvöll og treystum vor heit,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra í hvatningu til landsmanna um að fjölmenna og heiðra minningu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Guðni mun stýra hátíðinni sem hefst á fimmtudaginn kemur kl. 20.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins mun minnast stjórnmálamannsins og Guðmundur Steingrímsson mun segja frá föður sínum. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur mun flytja gamanmál og karlakórinn Fóstbræður syngur.
Guðni segir þetta verða Steingríms Hermannssonar-hátíð sem fari fram á Valhallarreitnum á Þingvöllum, þar sem eru næg bílastæði. Hann segir að fundurinn hafi verið færður
...