
Donald Trump
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með minnsta mögulega mun frumvarp Bandaríkjastjórnar, sem fengið hefur viðurnefnið „Stóra, fallega frumvarpið“, en í því felst fjármögnun fyrir flest af helstu stefnumálum Trumps Bandaríkjaforseta í innanríkismálum.
Þrír öldungar Repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og féllu atkvæði því jöfn. Kom því til kasta Vance varaforseta, sem fer með oddaatkvæðið í deildinni til þess að tryggja frumvarpinu samþykki.
Trump hefur lagt áherslu á að Bandaríkjaþing samþykki frumvarpið fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4. júlí. Fer frumvarpið nú aftur fyrir fulltrúadeild þingsins, en þar hafa repúblikanar einnig nauman meirihluta.