Donald Trump
Don­ald Trump

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í gær­kvöldi með minnsta mögu­lega mun frum­varp Banda­ríkja­stjórn­ar, sem fengið hef­ur viður­nefnið „Stóra, fal­lega frum­varpið“, en í því felst fjár­mögn­un fyr­ir flest af helstu stefnu­mál­um Trumps Banda­ríkja­for­seta í inn­an­rík­is­mál­um.

Þrír öld­ung­ar Re­públi­kana greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu og féllu at­kvæði því jöfn. Kom því til kasta Vance vara­for­seta, sem fer með odda­at­kvæðið í deild­inni til þess að tryggja frum­varp­inu samþykki.

Trump hef­ur lagt áherslu á að Banda­ríkjaþing samþykki frum­varpið fyr­ir þjóðhátíðardag Banda­ríkja­manna, 4. júlí. Fer frum­varpið nú aft­ur fyr­ir full­trúa­deild þings­ins, en þar hafa re­públi­kan­ar einnig naum­an meiri­hluta.