
Valur leikur til úrslita í bikarkeppni karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í níu ár þann 22. ágúst, en Hlíðarendaliðið vann Stjörnuna, 3:1, í undanúrslitum keppninnar í gærkvöld. Mótherjar verða annaðhvort Vestramenn eða Framarar, sem mætast á Ísafirði 12. júlí. Patrick Pedersen gerði út um leikinn í gærkvöld með tveimur mörkum í síðari hálfleik. » 22