Val­ur leik­ur til úr­slita í bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu í fyrsta skipti í níu ár þann 22. ág­úst, en Hlíðar­endaliðið vann Stjörn­una, 3:1, í undanúr­slit­um keppn­inn­ar í gær­kvöld. Mót­herj­ar verða annaðhvort Vestra­menn eða Fram­ar­ar, sem mæt­ast á Ísaf­irði 12. júlí. Pat­rick Peder­sen gerði út um leik­inn í gær­kvöld með tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik. » 22