Veður- og loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að heimurinn verði að læra að lifa með hitabylgjum. Síðustu daga hefur hitabylgja hrellt Evrópu og rauðar veðurviðvaranir verið gefnar út víða vegna hitastigs.
Í framtíðinni mega menn búast við að hitabylgjur verði tíðari og öflugri vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Það er þó ekki óvenjulegt að júlí sé heitasti mánuður ársins á norðurhveli jarðar en það er hins vegar óvenjulegt að svo mikill hiti sé í Evrópu svo snemma sumars.