Veður- og lofts­lags­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að heim­ur­inn verði að læra að lifa með hita­bylgj­um. Síðustu daga hef­ur hita­bylgja hrellt Evr­ópu og rauðar veðurviðvar­an­ir verið gefn­ar út víða vegna hita­stigs.

Í framtíðinni mega menn bú­ast við að hita­bylgj­ur verði tíðari og öfl­ugri vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.

Það er þó ekki óvenju­legt að júlí sé heit­asti mánuður árs­ins á norður­hveli jarðar en það er hins veg­ar óvenju­legt að svo mik­ill hiti sé í Evr­ópu svo snemma sum­ars.