Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði það dellu, sem fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrradag, að hagnaður af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – yrði ofmetinn samkvæmt nýjustu útgáfu…

Ráðherra Hanna Katrín Friðriksson.
— Morgunblaðið/Eggert
Baksvið
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði það dellu, sem fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrradag, að hagnaður af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – yrði ofmetinn samkvæmt nýjustu útgáfu frumvarpsins, sem aftur leiddi til þess að veiðigjöld yrðu í reynd mun hærri en 33% af raunverulegum hagnaði.
Ráðherra lét orðin falla í svari við óundirbúinni fyrirspurn Bergþórs Ólasonar þingflokksformanns Miðflokksins í þinginu í gær.
Morgunblaðið stendur við umfjöllunina, en rétt er að taka fram að blaðið leitaði og fékk staðfestingu á efni fréttarinnar.
Í svari sínu hélt ráðherrann því fram að Morgunblaðið hefði
...