
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rétt eins og fyrir flug þarf að mörgu að hyggja fyrir lestarferð. Guðrún Ólafsdóttir gæðastjóri hefur kynnst því vel og ákvað fyrir nokkrum árum að bjóða upp á námskeið um lestarferðir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Námskeiðin hafa verið keyrð í staðnámi og fjarnámi og alltaf verið ágætis þátttaka,“ segir hún, en næsta námskeið verður í október.
Á ferðum sínum erlendis nýtir Guðrún sér lestarsamgöngur innan lands og á milli landa. Hún segist hafa tekið eftir því að ekki sé sömu sögu að segja af flestum Íslendingum sem hún hafi rætt við um ferðalög. „Ég áttaði mig á því að fólk almennt, fyrir utan það sem býr erlendis vegna náms eða vinnu, notaði ekki lestarferðir sem ferðamáta í útlöndum og sá þörfina fyrir aukinni fræðslu um þennan
...