Rétt eins og fyr­ir flug þarf að mörgu að hyggja fyr­ir lest­ar­ferð. Guðrún Ólafs­dótt­ir gæðastjóri hef­ur kynnst því vel og ákvað fyr­ir nokkr­um árum að bjóða upp á nám­skeið um lest­ar­ferðir hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands
Á ferð Guðrún Ólafsdóttir lætur fara vel um sig í lest.
Á ferð Guðrún Ólafs­dótt­ir læt­ur fara vel um sig í lest.

Steinþór Guðbjarts­son

steint­hor@mbl.is

Rétt eins og fyr­ir flug þarf að mörgu að hyggja fyr­ir lest­ar­ferð. Guðrún Ólafs­dótt­ir gæðastjóri hef­ur kynnst því vel og ákvað fyr­ir nokkr­um árum að bjóða upp á nám­skeið um lest­ar­ferðir hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands. „Nám­skeiðin hafa verið keyrð í staðnámi og fjar­námi og alltaf verið ágæt­is þátt­taka,“ seg­ir hún, en næsta nám­skeið verður í októ­ber.

Á ferðum sín­um er­lend­is nýt­ir Guðrún sér lest­ar­sam­göng­ur inn­an lands og á milli landa. Hún seg­ist hafa tekið eft­ir því að ekki sé sömu sögu að segja af flest­um Íslend­ing­um sem hún hafi rætt við um ferðalög. „Ég áttaði mig á því að fólk al­mennt, fyr­ir utan það sem býr er­lend­is vegna náms eða vinnu, notaði ekki lest­ar­ferðir sem ferðamáta í út­lönd­um og sá þörf­ina fyr­ir auk­inni fræðslu um þenn­an

...