Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagðist í gær ekki vilja samþykkja vopna­hlé í Úkraínu­stríðinu nema um væri að ræða friðarsamn­ing til lengri tíma. Þetta kom fram í sím­tali Pútíns við Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta þar sem þeir ræddu stöðuna í Úkraínu og í Mið-Aust­ur­lönd­um
Pútín Rússlandsforseti ræddi við Macron Frakklandsforseta í gær.
Pútín Rúss­lands­for­seti ræddi við Macron Frakk­lands­for­seta í gær. — AFP/​Al­ex­and­er Kaza­kov

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagðist í gær ekki vilja samþykkja vopna­hlé í Úkraínu­stríðinu nema um væri að ræða friðarsamn­ing til lengri tíma. Þetta kom fram í sím­tali Pútíns við Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta þar sem þeir ræddu stöðuna í Úkraínu og í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Þetta er fyrsta sam­tal for­set­anna frá því í sept­em­ber 2022, nokkr­um mánuðum eft­ir að inn­rás Rússa hófst, en Macron vildi þá reyna að binda enda á átök­in. Sagði for­seta­skrif­stofa Frakk­lands í gær­kvöldi að Macron hefði lagt áherslu á að Frakk­ar styddu við Úkraínu­menn og helgi landa­mæra þeirra, og hvatti hann Pútín til þess að hefja sem fyrst skil­yrðis­laust vopna­hlé svo að hefja mætti friðarviðræður. Pútín sagði hins veg­ar að friðarsamn­ing­ar þyrftu að vera til lengri tíma, taka á ástæðum inn­rás­ar­inn­ar og byggja á „hinum nýja raun­veru­leika“, þ.e. viður­kenna yf­ir­ráð Rúss­lands

...