
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist í gær ekki vilja samþykkja vopnahlé í Úkraínustríðinu nema um væri að ræða friðarsamning til lengri tíma. Þetta kom fram í símtali Pútíns við Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem þeir ræddu stöðuna í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum.
Þetta er fyrsta samtal forsetanna frá því í september 2022, nokkrum mánuðum eftir að innrás Rússa hófst, en Macron vildi þá reyna að binda enda á átökin. Sagði forsetaskrifstofa Frakklands í gærkvöldi að Macron hefði lagt áherslu á að Frakkar styddu við Úkraínumenn og helgi landamæra þeirra, og hvatti hann Pútín til þess að hefja sem fyrst skilyrðislaust vopnahlé svo að hefja mætti friðarviðræður. Pútín sagði hins vegar að friðarsamningar þyrftu að vera til lengri tíma, taka á ástæðum innrásarinnar og byggja á „hinum nýja raunveruleika“, þ.e. viðurkenna yfirráð Rússlands
...