Til átaka kom í Ist­an­búl í Tyrklandi þegar upp úr sauð á fundi mót­mæl­enda og þurftu lög­reglu­menn m.a. að skjóta gúmmí­skot­um inn í hóp­inn til að ná tök­um á ástand­inu. Fólkið var komið sam­an til að mót­mæla hand­töku á skop­mynda­teikn­ara sem teiknað…
— AFP/​Ozan Kose

Til átaka kom í Ist­an­búl í Tyrklandi þegar upp úr sauð á fundi mót­mæl­enda og þurftu lög­reglu­menn m.a. að skjóta gúmmí­skot­um inn í hóp­inn til að ná tök­um á ástand­inu. Fólkið var komið sam­an til að mót­mæla hand­töku á skop­mynda­teikn­ara sem teiknað hafði af­skræm­ingu af Múhameð spá­manni og birt­ist teikn­ing­in í tíma­rit­inu LeM­an. Mót­mæl­end­ur segja vegið að frelsi teikn­ar­ans til að tjá sig og að mynd­in sé í raun ekki af spá­mann­in­um sjálf­um. Und­ir það tek­ur rit­stjórn blaðsins, seg­ir hún teikn­ing­una um­ræddu hafa verið rangtúlkaða.

Talið er að lög­regla hafi haft af­skipti af 200 til 300 mót­mæl­end­um. Ein­hverj­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um áverka, þó ekki al­var­lega.

Stjórn­völd og borg­ar­yf­ir­völd segja teikn­ing­una ögr­un.