Magnús Þór Haf­stein­son fyrr­ver­andi alþing­ismaður er lát­inn. Hann lést síðastliðinn mánu­dag, 30. júní, þegar strand­veiðibát­ur hans, Orm­ur­inn langi AK-64, fórst und­ir Blakkn­um við mynni Pat­reks­fjarðar.

Magnús fædd­ist á Akra­nesi 29. maí 1964, son­ur þeirra Haf­steins Magnús­son­ar og Jó­hönnu Krist­ín­ar Guðmunds­dótt­ur. Magnús, sem var frá­skil­inn, læt­ur eft­ir sig fjór­ar dæt­ur.

Sem ung­ur maður sinnti Magnús ýms­um verka­manna­störf­um til sjós og lands. Hann lauk námi sem bú­fræðing­ur með fisk­eldi sem sér­grein frá Bænda­skól­an­um á Hól­um árið 1986. Hann fór svo síðar til Nor­egs og nam þar á há­skóla­stigi, fyrst fisk­eld­is- og rekstr­ar­fræði og seinna í fiski­fræði í Ber­gen.

Magnús sinnti fyrr á árum ýms­um rann­sókn­ar­störf­um við sjáv­ar­út­veg, bæði á Íslandi og í Nor­egi. Hann var blaðamaður hjá norska sjáv­ar­út­vegs­blaðinu Fiskar­en.

...