
Magnús Þór Hafsteinson fyrrverandi alþingismaður er látinn. Hann lést síðastliðinn mánudag, 30. júní, þegar strandveiðibátur hans, Ormurinn langi AK-64, fórst undir Blakknum við mynni Patreksfjarðar.
Magnús fæddist á Akranesi 29. maí 1964, sonur þeirra Hafsteins Magnússonar og Jóhönnu Kristínar Guðmundsdóttur. Magnús, sem var fráskilinn, lætur eftir sig fjórar dætur.
Sem ungur maður sinnti Magnús ýmsum verkamannastörfum til sjós og lands. Hann lauk námi sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein frá Bændaskólanum á Hólum árið 1986. Hann fór svo síðar til Noregs og nam þar á háskólastigi, fyrst fiskeldis- og rekstrarfræði og seinna í fiskifræði í Bergen.
Magnús sinnti fyrr á árum ýmsum rannsóknarstörfum við sjávarútveg, bæði á Íslandi og í Noregi. Hann var blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren.
...