Rík­is­stjórn­in ætl­ar að festa hlut­deild­ar­lán í sessi og hyggst tryggja mánaðarleg­ar út­hlut­an­ir fram til ára­móta. Þetta kem­ur fram á vef HMS þar sem búið er að opna fyr­ir um­sókn­ir um hlut­deild­ar­lán fyr­ir júlí­mánuð
Hlutdeildarlán Tekjulágir sem ekki hafa átt fasteign í fimm ár geta sótt um. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir og að minnsta kosti 20% lánanna verða veitt vegna kaupa utan höfuðborgarsvæðisins.
Hlut­deild­ar­lán Tekju­lág­ir sem ekki hafa átt fast­eign í fimm ár geta sótt um. Í for­gangi eru um­sókn­ir þar sem staðfest kauptil­boð ligg­ur fyr­ir og að minnsta kosti 20% lán­anna verða veitt vegna kaupa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að festa hlut­deild­ar­lán í sessi og hyggst tryggja mánaðarleg­ar út­hlut­an­ir fram til ára­móta. Þetta kem­ur fram á vef HMS þar sem búið er að opna fyr­ir um­sókn­ir um hlut­deild­ar­lán fyr­ir júlí­mánuð.

Um­sókn­ar­tíma­bilið stend­ur frá 1. júlí og til kl. 12.00 hinn 14. júlí næst­kom­andi. Til út­hlut­un­ar að þessu sinni eru 333 millj­ón­ir króna. Dugi fjár­magnið ekki sem nú er til út­hlut­un­ar verður dregið af handa­hófi úr um­sókn­um þeirra um­sækj­enda sem upp­fylla skil­yrði hlut­deild­ar­lána í sam­ræmi við for­gangs­regl­ur.

Í for­gangi eru um­sókn­ir þar sem staðfest kauptil­boð ligg­ur fyr­ir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% hlut­deild­ar­lána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ekki

...