Dagur B. Eggertsson
Dag­ur B. Eggerts­son

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur und­an­farið lagst í grímu­laust málþóf vegna leiðrétt­inga á veiðigjöld­um. Það er í þágu fárra, á kostnað margra. Lengi hef­ur verið rætt um að sann­gjarnt sé að þjóðin fái þriðjung auðlindar­ent­unn­ar á móti út­gerðinni. Það finnst mér ekki hár hlut­ur. Til að bíta höfuðið af skömm­inni hafa veiðigjöld­in aðeins numið 16-18% af auðlindar­ent­unni sl. 12 ár. Ekki þarf að hafa mín orð fyr­ir því. Þetta kem­ur fram í Auðlind­inni okk­ar, sam­eig­in­legu riti fyrri rík­is­stjórn­ar og sjáv­ar­út­vegs­ins sem kom út í fyrra. Til­laga um löngu tíma­bæra leiðrétt­ingu veiðigjalda ligg­ur því fyr­ir Alþingi og á að af­greiða taf­ar­laust.

Af­leiðing­arn­ar af þess­ari mis­skipt­ingu á auðlindar­ent­unni birt­ast meðal ann­ars í því að auður hef­ur safn­ast upp hratt í sjáv­ar­út­vegi. Í lok árs 2023 voru eign­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja um­fram skuld­ir komn­ar í 449 millj­arða sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn sjálf­ur lét Deloitte

...

Höf­und­ur: Dag­ur B. Eggerts­son