
Stjórnarandstaðan hefur undanfarið lagst í grímulaust málþóf vegna leiðréttinga á veiðigjöldum. Það er í þágu fárra, á kostnað margra. Lengi hefur verið rætt um að sanngjarnt sé að þjóðin fái þriðjung auðlindarentunnar á móti útgerðinni. Það finnst mér ekki hár hlutur. Til að bíta höfuðið af skömminni hafa veiðigjöldin aðeins numið 16-18% af auðlindarentunni sl. 12 ár. Ekki þarf að hafa mín orð fyrir því. Þetta kemur fram í Auðlindinni okkar, sameiginlegu riti fyrri ríkisstjórnar og sjávarútvegsins sem kom út í fyrra. Tillaga um löngu tímabæra leiðréttingu veiðigjalda liggur því fyrir Alþingi og á að afgreiða tafarlaust.
Afleiðingarnar af þessari misskiptingu á auðlindarentunni birtast meðal annars í því að auður hefur safnast upp hratt í sjávarútvegi. Í lok árs 2023 voru eignir sjávarútvegsfyrirtækja umfram skuldir komnar í 449 milljarða samkvæmt upplýsingum sem sjávarútvegurinn sjálfur lét Deloitte
...