
Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is
Nyrsti hluti útsýnispallsins við Dettifoss er enn lokaður eftir að stór aurskriða féll úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispallinn rétt norðan við fossinn í upphafi júnímánaðar. Leiðinni niður í fosshvamminn var einnig lokað og verður áfram.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær útsýnispallurinn eða leiðin í fosshvamminn verða opnuð á ný en ákveðið var að loka þessum leiðum í öryggisskyni.
Guðrún Jónsdóttir, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Morgunblaðið að leiðin niður í fosshvamminn liggi um eitt ótryggasta svæðið um þessar mundir og því sé ekki hægt að hleypa fólki þangað niður.
„Öryggi gesta okkar er í fyrirrúmi hjá okkur. Við fylgjumst
...