Nyrsti hluti út­sýn­ispalls­ins við Detti­foss er enn lokaður eft­ir að stór aur­skriða féll úr kletta­brún­um Jök­uls­ár­gljúfra við út­sýn­ispall­inn rétt norðan við foss­inn í upp­hafi júní­mánaðar. Leiðinni niður í foss­hvamm­inn var einnig lokað og verður áfram
Dettifoss Aurskriðan féll úr klettabrúnum Jökulsársgljúfra við útsýnispallinn rétt norðan við Dettifoss. Unnið er úr skýrslu sérfræðinga.
Detti­foss Aur­skriðan féll úr kletta­brún­um Jök­uls­árs­gljúfra við út­sýn­ispall­inn rétt norðan við Detti­foss. Unnið er úr skýrslu sér­fræðinga. — Morg­un­blaðið/Þ​or­geir

Birta Hann­es­dótt­ir

birta@mbl.is

Nyrsti hluti út­sýn­ispalls­ins við Detti­foss er enn lokaður eft­ir að stór aur­skriða féll úr kletta­brún­um Jök­uls­ár­gljúfra við út­sýn­ispall­inn rétt norðan við foss­inn í upp­hafi júní­mánaðar. Leiðinni niður í foss­hvamm­inn var einnig lokað og verður áfram.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvenær út­sýn­ispall­ur­inn eða leiðin í foss­hvamm­inn verða opnuð á ný en ákveðið var að loka þess­um leiðum í ör­ygg­is­skyni.

Guðrún Jóns­dótt­ir, þjóðgarðsvörður á norður­svæði Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að leiðin niður í foss­hvamm­inn liggi um eitt ótrygg­asta svæðið um þess­ar mund­ir og því sé ekki hægt að hleypa fólki þangað niður.

„Öryggi gesta okk­ar er í fyr­ir­rúmi hjá okk­ur. Við fylgj­umst

...