Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Útlit er fyrir að Landspítalinn þurfi að handvelja hvaða sjúklingar fái viðeigandi lyfjameðferð við sjúkdómum sínum og hverjir ekki. Í fundargerð lyfjanefndar spítalans sem birt hefur verið á vef Landspítalans segir að ef ekki fáist aukið fjármagn til lyfjakaupa muni Ísland dragast hratt aftur úr hinum norrænu löndunum „og erfitt að tryggja jafnræði ef nýir sjúklingar geta ekki fengið meðferðir sem fordæmi eru fyrir“, segir þar.
„Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að ef inn á Landspítalann kemur nýgreindur krabbameinssjúklingur, þá fær hann að líkindum ekki sömu meðferð og sjúklingurinn sem kom í gær,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er grafalvarleg staða, það
...