Útlit er fyr­ir að Land­spít­al­inn þurfi að hand­velja hvaða sjúk­ling­ar fái viðeig­andi lyfjameðferð við sjúk­dóm­um sín­um og hverj­ir ekki. Í fund­ar­gerð lyfja­nefnd­ar spít­al­ans sem birt hef­ur verið á vef Land­spít­al­ans seg­ir að ef ekki fá­ist aukið fjár­magn…

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Útlit er fyr­ir að Land­spít­al­inn þurfi að hand­velja hvaða sjúk­ling­ar fái viðeig­andi lyfjameðferð við sjúk­dóm­um sín­um og hverj­ir ekki. Í fund­ar­gerð lyfja­nefnd­ar spít­al­ans sem birt hef­ur verið á vef Land­spít­al­ans seg­ir að ef ekki fá­ist aukið fjár­magn til lyfja­kaupa muni Ísland drag­ast hratt aft­ur úr hinum nor­rænu lönd­un­um „og erfitt að tryggja jafn­ræði ef nýir sjúk­ling­ar geta ekki fengið meðferðir sem for­dæmi eru fyr­ir“, seg­ir þar.

„Það er ekki hægt að skilja þetta öðru­vísi en svo að ef inn á Land­spít­al­ann kem­ur ný­greind­ur krabba­meins­sjúk­ling­ur, þá fær hann að lík­ind­um ekki sömu meðferð og sjúk­ling­ur­inn sem kom í gær,“ seg­ir Jakob Falur Garðars­son, fram­kvæmda­stjóri Frum­taka, sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Þetta er grafal­var­leg staða, það

...