
Sviðsljós
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þeir eru með rúmlega 550.000 hlustendur á hverjum mánuði á Spotify. Þeir eru með 11.325 fylgjendur á sömu streymisveitu. Þeir eru búnir að gefa út tvær 13 laga plötur á þessu ári og sú þriðja kemur út um þarnæstu helgi. Eini gallinn á hljómsveitinni: Ekkert bendir til þess að hún hafi nokkurn tímann verið til.
Leyfið mér að kynna fyrir ykkur hljómsveitina The Velvet Sundown. Á Spotify segir að menn hlusti ekki bara á The Velvet Sundown heldur fari fljótandi með tónlist þeirra. Þá segir að í tónlist hljómsveitarinnar blandist saman „„Seventís“ psýkedelískt alt-rokk og fólk-rokk, sem blandast á sama tíma án fyrirhafnar við nútíma alt-popp og indí-strúktúra. Glimrandi tremolo, hlýtt segulbandsbergmál (e. tape
...