Við blas­ir sam­ein­ing Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs og unnið er að sam­ein­ingu Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins og Lífs­verks.
Þórey S. Þórðardóttir
Þórey S. Þórðardótt­ir

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Útlit er fyr­ir að þegar árið 2025 renni skeið sitt á enda verði 18 líf­eyr­is­sjóðir starf­andi á Íslandi. Það er því af sem áður var því að flest­ir voru þeir 96 árið 1980.

Í fyrra var samþykkt að sam­eina Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar og Brú líf­eyr­is­sjóð og frá árs­byrj­un 2025 hef­ur Brú líf­eyr­is­sjóður haldið í sér­stakri deild utan um rekst­ur, eign­ir, skuld­ir og skuld­bind­ing­ar þáver­andi Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar.

Núna blas­ir við far­sæl sam­ein­ing Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs. Þá sæt­ir líka tíðind­um að unnið er að því að sam­eina Al­menna líf­eyr­is­sjóðinn og Lífs­verk líf­eyr­is­sjóð.

Í öll­um til­vik­um, nú sem fyrr, sam­ein­ast líf­eyr­is­sjóðir að

...