
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Útlit er fyrir að þegar árið 2025 renni skeið sitt á enda verði 18 lífeyrissjóðir starfandi á Íslandi. Það er því af sem áður var því að flestir voru þeir 96 árið 1980.
Í fyrra var samþykkt að sameina Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og Brú lífeyrissjóð og frá ársbyrjun 2025 hefur Brú lífeyrissjóður haldið í sérstakri deild utan um rekstur, eignir, skuldir og skuldbindingar þáverandi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Núna blasir við farsæl sameining Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og Brúar lífeyrissjóðs. Þá sætir líka tíðindum að unnið er að því að sameina Almenna lífeyrissjóðinn og Lífsverk lífeyrissjóð.
Í öllum tilvikum, nú sem fyrr, sameinast lífeyrissjóðir að
...