Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er bjartsýn á að senn takist samningar um þinglok og kveðst ekki láta sitt eftir liggja um það, en hún hefur verið meira í þinginu síðustu daga en yfirleitt. „Ég er bara búin að vera þingflokksformanni og …

Ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkan samningsvilja hjá bæði stjórn og stjórnarandstöðu.
— Morgunblaðið/Eyþór
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er bjartsýn á að senn takist samningar um þinglok og kveðst ekki láta sitt eftir liggja um það, en hún hefur verið meira í þinginu síðustu daga en yfirleitt.
„Ég er bara búin að vera þingflokksformanni og þingflokki mínum innan handar, ég hef auðvitað verið á staðnum til þess að taka samtöl. Ég held að það skipti máli, svona á lokametrunum, að vera til staðar og vera opin fyrir samtöl.“
Er eitthvað að þokast?
„Minnihlutinn hefur lagt mesta áherslu á að tala um leiðréttingu veiðigjalda. Ég heyrði í fréttum að þetta væri orðið þriðja lengsta málþóf sögunnar og það hefur auðvitað haft áhrif á starfsemi þingsins.
...