Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er bjart­sýn á að senn tak­ist samn­ing­ar um þinglok og kveðst ekki láta sitt eft­ir liggja um það, en hún hef­ur verið meira í þing­inu síðustu daga en yf­ir­leitt. „Ég er bara búin að vera þing­flokks­for­manni og …
Ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkan samningsvilja hjá bæði stjórn og stjórnarandstöðu.
Rík­is­stjórn Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir rík­an samn­ings­vilja hjá bæði stjórn og stjórn­ar­and­stöðu. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Andrés Magnús­son

andres@mbl.is

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er bjart­sýn á að senn tak­ist samn­ing­ar um þinglok og kveðst ekki láta sitt eft­ir liggja um það, en hún hef­ur verið meira í þing­inu síðustu daga en yf­ir­leitt.

„Ég er bara búin að vera þing­flokks­for­manni og þing­flokki mín­um inn­an hand­ar, ég hef auðvitað verið á staðnum til þess að taka sam­töl. Ég held að það skipti máli, svona á loka­metr­un­um, að vera til staðar og vera opin fyr­ir sam­töl.“

Er eitt­hvað að þokast?

„Minni­hlut­inn hef­ur lagt mesta áherslu á að tala um leiðrétt­ingu veiðigjalda. Ég heyrði í frétt­um að þetta væri orðið þriðja lengsta málþóf sög­unn­ar og það hef­ur auðvitað haft áhrif á starf­semi þings­ins.

...