Fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir skrif­stofu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa óskað eft­ir því að fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hefði milli­göngu um að fá spurn­ing­ar ís­lenskra fjöl­miðla fyr­ir fram vegna…
Fundur Ursula von der Leyen og Kristrún Frostadóttir á fundi.
Fund­ur Ursula von der Leyen og Kristrún Frosta­dótt­ir á fundi. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir skrif­stofu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa óskað eft­ir því að fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hefði milli­göngu um að fá spurn­ing­ar ís­lenskra fjöl­miðla fyr­ir fram vegna blaðamanna­fund­ar sem fyr­ir­hugaður var á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Fund­ur Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra fór fram á fimmtu­dag og spurði blaðamaður Morg­un­blaðsins af hverju óskað hefði verið eft­ir því að spurn­ing­ar til von der Leyen og Kristrún­ar yrðu gefn­ar upp fyr­ir fram. Kvaðst von der Leyen ekki kann­ast við þá kröfu.

Í kjöl­farið spurðist Morg­un­blaðið fyr­ir um það í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu af hverju þessi krafa hefði verið gerð til fjöl­miðla. Í skrif­legu svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir samt sem áður að kraf­an hafi komið frá

...