
Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir skrifstofu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa óskað eftir því að fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hefði milligöngu um að fá spurningar íslenskra fjölmiðla fyrir fram vegna blaðamannafundar sem fyrirhugaður var á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Fundur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra fór fram á fimmtudag og spurði blaðamaður Morgunblaðsins af hverju óskað hefði verið eftir því að spurningar til von der Leyen og Kristrúnar yrðu gefnar upp fyrir fram. Kvaðst von der Leyen ekki kannast við þá kröfu.
Í kjölfarið spurðist Morgunblaðið fyrir um það í utanríkisráðuneytinu af hverju þessi krafa hefði verið gerð til fjölmiðla. Í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins segir samt sem áður að krafan hafi komið frá
...