Stígamót eiga að berjast gegn raunverulegu ofbeldi gegn konum en ekki breyta sér í púrítönsk samtök sem góla í hvert sinn sem hálfber kona sést í auglýsingu.
Flugfélagið Play kom sér í fréttir með birtingu á auglýsingu sem hleypti illu blóði í einhverja, þar á meðal Stígamót, þótt lítil ástæða væri til.
Flugfélagið Play kom sér í fréttir með birtingu á auglýsingu sem hleypti illu blóði í einhverja, þar á meðal Stígamót, þótt lítil ástæða væri til. — Morgunblaðið/Eggert

Sjónarhorn

Kolbrún Berþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Áherslan á það líkamlega er áberandi í samtíma okkar og opnberast á kúnstugan hátt í áhuga svokallaðra áhrifavalda á afturenda sínum. Eins og flestir eiga að vita eru áhrifavaldar mikið fyrir að birta af sér alls kyns myndir, sem netmiðlar endurbirta síðan samviskusamlega. Af þessum myndum að dæma vill þetta unga fólk, sem sækist eftir áhrifum, helst vera fáklætt og með áberandi afturenda. Það setur sig í alls konar stellingar, fettir sig og brettir til að rassinn verði sem mest áberandi á myndunum. Í hvert sinn sem netfjölmiðlar birta myndir af áhrifavöldum fá áhugasamir netlesendur því dágóðan myndaskammt af bossum.

Enginn hefur risið upp og hneykslast ógurlega á öllum þessum

...