Stormurinn Boris olli miklum usla í nokkrum ríkjum Mið-Evrópu um helgina og hafa að minnsta kosti átta farist af völdum flóða sem komu í kjölfar stormsins. Stórir hlutar Austurríkis, Tékklands, Ungverjalands, Rúmeníu og Slóvakíu hafa orðið fyrir…
Pólland Björgunarmenn í þorpinu Rudawa sjást hér sigla á bát milli húsa til þess að sækja fólk sem fast var á heimilum sínum vegna flóðanna.
Pólland Björgunarmenn í þorpinu Rudawa sjást hér sigla á bát milli húsa til þess að sækja fólk sem fast var á heimilum sínum vegna flóðanna. — AFP/Sergei Gabon

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Stormurinn Boris olli miklum usla í nokkrum ríkjum Mið-Evrópu um helgina og hafa að minnsta kosti átta farist af völdum flóða sem komu í kjölfar stormsins. Stórir hlutar Austurríkis, Tékklands, Ungverjalands, Rúmeníu og Slóvakíu hafa orðið fyrir flóðunum og þurfti að flytja þúsundir manna frá heimilum sínum vegna þeirra.

Stjórnvöld í Rúmeníu staðfestu í gær að tveir hefðu fundist látnir á undangengnum sólarhring en fjórir Rúmenar létust á

...