ÍR-svæðið Lagt er til að þarna verði loftgæðin mæld í fyrstu atrennu.
ÍR-svæðið Lagt er til að þarna verði loftgæðin mæld í fyrstu atrennu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Íbúaráð Breiðholts hefur samþykkt að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að koma fyrir færanlegum loftgæðamæli sem yrði staðsettur í Breiðholti, fjölmennasta hverfi borgarinnar.

Loftgæði yrðu fyrst vöktuð við íþróttamannvirki ÍR við Suður-Mjódd og heimili eldra fólks við Árskóga.

Í bókun íbúaráðs Breiðholts kemur fram að tíu ár séu liðin síðan loftgæði voru mæld í hverfinu og þá við þrjá leikskóla. Síðan þá hafi bæði borgarbúum og ökutækjum fjölgað mikið. Telur ráðið brýnt að hefja reglubundna vöktun loftgæða í hverfinu enda hefur svifryk sláandi áhrif og afleiðingar fyrir heilsu fólks, sérstaklega barna, eldra fólks og fólks með undirliggjandi sjúkdóma.

„Íþróttasvæðið liggur á milli tveggja þungra stofnbrauta, mikil uppbygging við Álfabakka kallar á aukna umferð og vill íbúaráðið

...