„Við munum ítreka fyrirspurnir til ráðuneytanna þangað til við fáum svör,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna aðspurð hvað sé hægt að gera þegar stjórnvöld svari seint og illa fyrirspurnum embættisins um langa biðlista eftir þjónustu hjá hinu opinbera
Salvör Nordal
Salvör Nordal

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við munum ítreka fyrirspurnir til ráðuneytanna þangað til við fáum svör,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna aðspurð hvað sé hægt að gera þegar stjórnvöld svari seint og illa fyrirspurnum embættisins um langa biðlista eftir þjónustu hjá hinu opinbera.

Eins og greint hefur verið frá bæði í Morgunblaðinu og á mbl.is er áætlað að þúsundir barna bíði þess að fá þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna og bið eftir ADHD-greiningu sé tvö ár og þrjú ár eftir greiningu á einhverfu. Þá séu einnig langir biðlistar

...