Það er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu að hörmuleg hitadauðsföll séu tæki sem framkvæmdastjóri SÞ beitir til æsings yfir loftslagsbreytingum.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Björn Lomborg

Það er ástæða fyrir því að dauðsföll vegna mikils hita hafa verið mikið í fréttum í sumar. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði til „aðgerða“ vegna mikilla hita, sem varð til þess að fjöldi embættismanna innan SÞ sendi út viðvaranir, án þess að láta staðreyndir eyðileggja góða sögu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) básúnaði þá skelfilegu niðurstöðu að í Evrópu einni létust meira en 175.000 manns á hverju ári vegna öfgakenndra hitatalna. Það voru fjórfaldar ýkjur. Þegar þetta var hrakið fjarlægði stofnunin í kyrrþey orðið „öfga“ af netsíðu sinni – en þó aðeins eftir að fjölmiðlar höfðu þegar flutt þessar hörmulegu fréttir. Þó að villan hafi verið lagfærð á netinu lét stofnunin hjá líða að nefna að mikill hiti er í raun minnsta áhættan fyrir Evrópu tengd hitastigi, þar sem

...