Carl Baudenbacher
Carl Baudenbacher

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið og stofnanir hans hafa staðist allar áraunir í 30 ára sögu hans, en ekki spáðu allir þeim langlífi. Þetta segir dr. Carl Baudenbacher í viðtali við Morgunblaðið, en hann hélt erindi um sögu og framtíð EES á vegum Lögfræðingafélagsins.

Hann telur að yfirburðastaða Noregs í EFTA-stoð svæðisins sé helsti veikleiki þess, en Norðmenn greiða 89% kostnaðarins, sem er í nokkru samræmi við mannfjölda. Fyrir vikið ráði þeir mjög ferðinni í Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og gætu haft einhverja stjórn á eftirlitsstigi.

Baudenbacher segir EES í fullu fjöri, enda samningurinn bæði sterkur og sveigjanlegur. » 10