Trump Lífverðir fluttu Trump í öruggt skjól þegar skotin heyrðust.
Trump Lífverðir fluttu Trump í öruggt skjól þegar skotin heyrðust. — AFP/Joe Raedle

Öryggisþjónusta Bandaríkjanna greindi frá því í gær að hún hefði flutt Donald Trump, fv. Bandaríkjaforseta og frambjóðanda repúblikana, í öruggt skjól af golfvelli sínum í West Palm Beach í Flórída eftir að skothvellir heyrðust í nágrenni við Trump. Golfvöllurinn er í um sjö kílómetra fjarlægð frá Mar-a-Lago-setrinu, heimili Trumps.

Ekki var vitað í gær hvort maðurinn hefði náð að hleypa af skoti eða komast í návígi við Trump, en samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs mun lífvörður á vegum öryggisþjónustunnar hafa séð byssuhlaup stingast út úr runna við golfvöllinn. Ákvað fulltrúinn að hefja skothríð og lagði maðurinn á flótta.

Lífverðir Trumps heyrðu skothvellina og færðu hann inn í hliðarherbergi í golfskála vallarins. Mun Trump sjálfur ekki hafa verið í neinni hættu vegna atviksins, þar sem hann var ekki kominn að þeim stað þar sem maðurinn ætlaði

...