Breiðablik tyllti sér á topp Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla með 5:3-sigri á nágrönnum sínum í HK, 5:2, á Kópavogsvelli í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu í gærkvöldi. HK var einu marki yfir í leikhléi áður en Blikar rúlluðu yfir gestina í síðari hálfleik
Sigurmark Emil Atlason í þann mund að skora úr vítaspyrnu og tryggja Stjörnunni 1:0-sigur á nýliðum Vestra í Garðabænum í gær.
Sigurmark Emil Atlason í þann mund að skora úr vítaspyrnu og tryggja Stjörnunni 1:0-sigur á nýliðum Vestra í Garðabænum í gær. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Breiðablik tyllti sér á topp Bestu deildarinnar í knattspyrnu karla með 5:3-sigri á nágrönnum sínum í HK, 5:2, á Kópavogsvelli í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu í gærkvöldi. HK var einu marki yfir í leikhléi áður en Blikar rúlluðu yfir gestina í síðari hálfleik. HK er áfram í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Ekki var mikið minna fjör í Úlfarsárdal þar sem Fram og FH skildu jöfn, 3:3, í annað sinn í sumar.

Fram hafnar í 7. sæti fyrir tvískiptingu og leikur í neðri hlutanum og FH hafnar í 6. sæti og leikur í efri hlutanum.

Stjarnan náði að knýja fram sigur gegn nýliðum Vestra, 1:0, þar sem Emil Atlason

...