Sérfræðinga- og ráðgjafarfyrirtækinu PwC hefur verið bannað að starfa í Kína næsta hálfa árið en stjórnvöld þar í landi hafa úrskurðað að starfsmenn félagsins hafi leynt og jafnvel átt aðild að fjársvikum fasteignarisans Evergrande.

Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um var Evergrande næststærsta fasteignafélag Kína mælt í umsvifum og var á tímabili verðmætasta fasteignafélag heims en lenti í miklum fjárhagsvanda árið 2021 og bar þá á herðunum skuldabagga að jafnvirði 300 milljarða dala. Var félagið að lokum lýst gjaldþrota.

Kínversk stjórnvöld segja PwC hafa samþykkt ársreikninga Evergrande þrátt fyrir að fasteignarisinn hefði yfir tveggja ára tímabil fegrað uppgefnar tekjur sínar um jafnvirði 80 milljarða dala. Er PwC sakað um að hafa haft vitneskju um „meiriháttar mistök“ í ársreikningum Evergrande frá 2018 til 2020 og

...