Víkingur úr Reykjavík tryggði sér efsta sætið í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrir tvískiptingu með því að vinna öruggan sigur á botnliði Fylkis, 6:0, í Árbænum í gærkvöldi. Víkingur fór með sigrinum upp fyrir Breiðablik
Tvenna KR-ingarnir Luke Rae og Aron Þórður Albertsson sækja að Lúkasi Loga Heimissyni, sem skoraði tvö mörk fyrir Val í 4:1-sigri í gærkvöldi.
Tvenna KR-ingarnir Luke Rae og Aron Þórður Albertsson sækja að Lúkasi Loga Heimissyni, sem skoraði tvö mörk fyrir Val í 4:1-sigri í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eyþór

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík tryggði sér efsta sætið í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrir tvískiptingu með því að vinna öruggan sigur á botnliði Fylkis, 6:0, í Árbænum í gærkvöldi.

Víkingur fór með sigrinum upp fyrir Breiðablik. Bæði lið unnu sér inn 49 stig en Víkingur er með betri markatölu. Fylkir er áfram neðst með 17 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Fyrir lokaumferðina var ljóst hvaða sex lið myndu spila fimm leiki í efri hluta deildarinnar og hvaða sex lið myndu gera slíkt hið sama í neðri hlutanum.

Endanleg sætaniðurröðun varpar hins vegar ljósi á hvaða lið fá heimaleiki og hvaða lið útileiki. Með því að hafna í efsta

...