Báðum leikj­un­um í ein­vígi ÍR og Kefla­vík­ur í undanúr­slit­um um­spils 1. deild­ar karla í knatt­spyrnu um laust sæti í Bestu deild­inni hef­ur verið flýtt um einn dag. Upp­haf­lega áttu leik­irn­ir að fara fram á fimmtu­dag og mánu­dag líkt og…
Umspil Sami Kamel og liðsfélagar hans í Keflavík mæta ÍR.
Umspil Sami Kamel og liðsfélagar hans í Keflavík mæta ÍR. — Morgunblaðið/Eyþór

Báðum leikj­un­um í ein­vígi ÍR og Kefla­vík­ur í undanúr­slit­um um­spils 1. deild­ar karla í knatt­spyrnu um laust sæti í Bestu deild­inni hef­ur verið flýtt um einn dag. Upp­haf­lega áttu leik­irn­ir að fara fram á fimmtu­dag og mánu­dag líkt og leik­irn­ir í hinni undanúr­slitaviður­eign­inni á milli Aft­ur­eld­ing­ar og Fjöln­is. Fyrri leik­ur ÍR og Kefla­vík­ur í Breiðholti fer nú fram klukk­an 16.45 á miðviku­dag og síðari leik­ur­inn í Kefla­vík klukk­an 14 á sunnu­dag.