Rannveig Pálsdóttir, kölluð Bubba, frá Stóru-Sandvík í Árborg, áður Sandvíkurhreppi, og ekkja Kristins Kristmundssonar, skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni 1970-2002, byrjaði tvítug að syngja í Kirkjukór Selfoss 1955 og var í Söngkór…
Heiður Á Kirkjudögum fékk Rannveig Pálsdóttir heiðursviðurkenninguna Liljuna eins og aðrir sem hafa sungið í 30 ár eða lengur í kirkjukór.
Heiður Á Kirkjudögum fékk Rannveig Pálsdóttir heiðursviðurkenninguna Liljuna eins og aðrir sem hafa sungið í 30 ár eða lengur í kirkjukór. — Ljósmynd/Erla Þorsteinsdóttir

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Rannveig Pálsdóttir, kölluð Bubba, frá Stóru-Sandvík í Árborg, áður Sandvíkurhreppi, og ekkja Kristins Kristmundssonar, skólameistara Menntaskólans á Laugarvatni 1970-2002, byrjaði tvítug að syngja í Kirkjukór Selfoss 1955 og var í Söngkór Miðdalskirkju í Laugardal frá 1970 fram að covid, en syngur enn í Ekkó-kórnum, kór Félags kennara á eftirlaunum. „Ég fór að vinna uppi á Selfossi, Árni Guðmundsson verkstjóri minn var í kórnum, bauð mér á kóræfingu og eitt leiddi af öðru,“ segir hún um söngferilinn. Bætir við að Guðmundur Gilsson hafi þá verið organisti kórsins. „Hann var afskaplega flinkur og það var sérstaklega áhugavert og gaman fyrir sveitakrakka eins og mig að fá þetta tækifæri.“

Aldís Pálsdóttir frá Hlíð í Gnúpverjahreppi var húsmóðir

...