Umhverfisstofnun hefur að undanförnu rannsakað magn PCB-mengunar í eggjum og silungi á Heiðarfjalli og í Eiðisvatni á sunnanverðu Langanesi og er niðurstaðna að vænta í haust. Mikið magn spilliefna er á Heiðarfjalli en þar var starfrækt ratsjár- og fjarskiptastöð Bandaríkjahers á árunum 1957-1970
Á Heiðarfjalli Bandaríkjaher reisti mörg mannvirki á fjallinu og má enn sjá ummerki um þau.
Á Heiðarfjalli Bandaríkjaher reisti mörg mannvirki á fjallinu og má enn sjá ummerki um þau. — Ljósmynd/Umhverfisstofnun/Árni Geirsson

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Umhverfisstofnun hefur að undanförnu rannsakað magn PCB-mengunar í eggjum og silungi á Heiðarfjalli og í Eiðisvatni á sunnanverðu Langanesi og er niðurstaðna að vænta í haust. Mikið magn spilliefna er á Heiðarfjalli en þar var starfrækt ratsjár- og fjarskiptastöð Bandaríkjahers á árunum 1957-1970.

Rannsókn norsku stofnunarinnar Norwegian Geotechnical Institute (NGI), sem Umhverfisstofnun (UST) fékk til að framkvæma frumrannsókn á menguninni á Heiðarfjalli í fyrra, leiddi í ljós að þrávirka efnið PCB, blý, asbest og olíuefni „eru til staðar í styrk langt umfram viðmiðunarmörk. Mengunin er staðbundin við svæðið í kringum ratsjárstöðina og ruslahauginn við hana ásamt því að dreifast með grunn- og yfirborðsvatni til suðurs,“ eins og sagði í frétt UST.

...