Táningurinn var handtekinn.
Táningurinn var handtekinn.

Táningspiltur réðst með hamri á samnemendur sína og kennara í rússnesku borginni Tsjeljabínsk, skammt norður af landamærunum við Kasakstan. Pilturinn náði að veita tveimur stúlkum, dreng og kennara höggáverka með hamrinum áður en hann var yfirbugaður. Árásarmaðurinn er 13 ára gamall.

Málið hefur vakið umræðu um öryggi í skólum Rússlands og hafa borgaryfirvöld þegar kallað eftir úttekt. Öryggisverðir skólans eru sagðir hafa brugðist seint og illa við árásinni.

Fréttaveita AFP greinir frá því að skólaárásum, sem eitt sinn voru afar fátíðar í Rússlandi, hafi fjölgað talsvert að undanförnu. Rússlandsforseti segir þær afleiðingar glóbalisma og áhrifa vestrænnar menningar.