Gísli Gottskálk Þórðarson, sóknartengiliðurinn efnilegi hjá Víkingi, var besti leikmaður 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Gísli lék mjög vel þegar Víkingar sigruðu KR örugglega í Vesturbænum, 3:0, síðasta…

Gísli Gottskálk Þórðarson, sóknartengiliðurinn efnilegi hjá Víkingi, var besti leikmaður 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Gísli lék mjög vel þegar Víkingar sigruðu KR örugglega í Vesturbænum, 3:0, síðasta föstudagskvöld en þar skoraði hann fyrsta markið og lagði upp annað mark liðsins á fyrstu 22 mínútum leiksins. Hann fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Gísli hélt upp á tvítugsafmælið með sigrinum og frammistöðunni en það var daginn áður, 12. september. Fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins leikið 16 leiki í efstu deild og ekki skorað mark en hafði fyrir leik Víkings gegn Fylki í gærkvöld spilað 18 leiki í deildinni og skorað tvö mörk.

Hann ólst upp hjá Breiðabliki en lék ekki deildaleik með félaginu og fór til Bologna á Ítalíu þar sem hann lék með unglingaliði en kom þaðan til Víkings í maí 2022.

Gísli lék sinn fyrsta leik með 21-árs landsliðinu síðasta þriðjudag, gegn Wales, og var í fyrsta U20

...