Veturinn er handan við hornið og ekki seinna vænna að huga að dekkjamálunum. Bjarni Arnarson er framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Kletti og segir hann að landsmenn virðist orðnir mun skipulagðari þegar kemur að dekkjaskiptum í upphafi vetrar og að…
Vetrarfærðin á Íslandi er ekkert grín og nauðsynlegt að velja dekk með gott grip í snjó og hálku. Nýjar gerðir nagladekkja eiga að valda mun minna sliti á vegum.
Vetrarfærðin á Íslandi er ekkert grín og nauðsynlegt að velja dekk með gott grip í snjó og hálku. Nýjar gerðir nagladekkja eiga að valda mun minna sliti á vegum. — Morgunblaðið/Golli

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Veturinn er handan við hornið og ekki seinna vænna að huga að dekkjamálunum. Bjarni Arnarson er framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Kletti og segir hann að landsmenn virðist orðnir mun skipulagðari þegar kemur að dekkjaskiptum í upphafi vetrar og að betri regla sé á hlutunum þegar vetrardekkjatímabilið gengur í garð: „Það var mikið framfaraskref hjá okkur og mörgum öðrum dekkjaverkstæðum þegar byrjað var að bjóða upp á tímapantanir. Fólk getur þá einfaldlega pantað lausan tíma á netinu og sleppur við að bíða í langri röð eftir þjónustu. Þetta þýðir að minni tími fer í þetta verkefni en við gætum þess alltaf að nægilegt svigrúm sé á verkstæðunum til að tryggja að tímapantanirnar standist.“

Þá léttir það líka störfin á verkstæðinu og einfaldar dekkjastússið til muna að fólk nýtir sér

...