Toyota hefur um árabil verið mesti bílaframleiðandi heims og ekki þarf að fjölyrða um vinsældir bíla þeirra hér á landi. Síðustu ár hefur rafbílum hins vegar vaxið fiskur um hrygg, en Toyota hefur ekki rasað um ráð fram á þeim markaði
Toyota hefur ekki einskorðað sig við eina gerð bíla við rannsóknir og þróun á heilnæmari orkugjöfum og gerir tilraunir með urmul farartækja til ólíkra nota, sem sum eru komin á göturnar.
Toyota hefur ekki einskorðað sig við eina gerð bíla við rannsóknir og þróun á heilnæmari orkugjöfum og gerir tilraunir með urmul farartækja til ólíkra nota, sem sum eru komin á göturnar. — Ljósmynd/Toyota

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Toyota hefur um árabil verið mesti bílaframleiðandi heims og ekki þarf að fjölyrða um vinsældir bíla þeirra hér á landi. Síðustu ár hefur rafbílum hins vegar vaxið fiskur um hrygg, en Toyota hefur ekki rasað um ráð fram á þeim markaði.

Það væri hins vegar synd að segja að Toyota hafi ekki mótað sér stefnu varðandi nýorkubíla og þá ekki síst með loftslagsmarkmið í huga. Það var í því augnamiði sem Toyota efndi til sérstakrar kynningar á þeim og ýmsum slíkum farartækjum – bæði tilraunaverkefnum og framleiðslubílum – á milli Ólympíuleika í Parísarborg í liðnum mánuði.

Það var engin tilviljun, því Toyota er í langtímasamstarfi við Alþjóðaólympíunefndina (IOC) og Alþjóðaparalympicsnefndina (IPC) og lagði til öll farartæki á þeirra vegum.

...