Sendibíla hef ég ekki marga keyrt um ævina en úr því var bætt til muna í Haag í Hollandi á dögunum þegar Toyota bauð til kynningar á nokkrum tegundum slíkra bíla, þar á meðal hinni íturvöxnu nýjung Toyota Proace Max
Toyota býður Proace Max m.a. með eða án kassa, með palli, og sem smárútu. Rafmagnsútgáfan hefur allt að 420 km drægni.
Toyota býður Proace Max m.a. með eða án kassa, með palli, og sem smárútu. Rafmagnsútgáfan hefur allt að 420 km drægni. — Ljósmyndir/Toyota

Þóroddur Bjarnason

thoroddur@mbl.is

Sendibíla hef ég ekki marga keyrt um ævina en úr því var bætt til muna í Haag í Hollandi á dögunum þegar Toyota bauð til kynningar á nokkrum tegundum slíkra bíla, þar á meðal hinni íturvöxnu nýjung Toyota Proace Max.

Veðrið í Hollandi var ekki af verri endanum og hentaði vel til sendibílaaksturs. Það var ekki laust við að maður leiddi hugann að því þarna við stýrið að það væri kannski margt vitlausara en að kaupa sér sendibíl og hefja atvinnurekstur á honum, svo lipur var Maxinn í umgengni og akstri þrátt fyrir stærð og umfang.

Með tilkomu Proace Max má segja að Toyota loki hringnum og bjóði nú upp á allar tegundir vinnubíla, stóra og smáa, en hleðslugeta Max er „litlir“ sautján rúmmetrar.

...