Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá var send sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir helgi. Haraldur Þór Jónsson oddviti sveitarstjórnarinnar segir að umsóknin verði lögð fram á fundi sveitarstjórnarinnar á morgun, og fari hún þaðan í hefðbundið ferli í stjórnsýslunni.

Þetta er í annað sinn sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar kemur inn á borð sveitarstjórnarinnar, en í fyrra sinn tók ferlið hálft ár og lauk með því að úrskurðarnefnd umhverfis- og samgöngumála felldi virkjunarleyfið úr gildi degi eftir að framkvæmdaleyfið var veitt.

Haraldur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að hann eigi von á því að ferlið muni taka mun styttri tíma að þessu sinni. » 14